dutyfree.is > Fréttir > Árni Hinrik Hjartarson ráðinn rekstrar- og þróunarstjóri Fríhafnarinnar ehf.
FRÉTTIR
09.12.2015 | Árni Hinrik Hjartarson ráðinn rekstrar- og þróunarstjóri Fríhafnarinnar ehf.

Árni mun hefja störf hjá Fríhöfninni á næsta ári og mun hann hafa yfirumsjón með rekstri, fjármálum og viðskiptaþróun Fríhafnarinnar. Hann kemur til Fríhafnarinnar frá lífeyrissjóðnum Festu þar sem hann hefur starfað sem fjármálastjóri síðan 2013. Áður starfaði Árni sem viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka og sem sérfræðingur á fjármálasviði og fjármálastjóri Reykjanesbæjar. Hann hefur því góða og víðtæka reynslu af fjármálum og rekstri. Árni er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árósum með meistaragráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla.

Árni er 45 ára, giftur Kolbrúnu Björk Sveinsdóttur og eiga þau tvo syni.