dutyfree.is > Fréttir > Joseph og ZOE Karssen eru loksins fáanleg í Dutyfree Fashion
FRÉTTIR
21.08.2014 | Joseph og ZOE Karssen eru loksins fáanleg í Dutyfree Fashion

Eins og svo oft áður er haustið einn besti tíminn þegar kemur að tísku, sérstaklega fyrir okkur sem búum á Íslandi og þurfum að klæða af okkur mesta veðrið. Úrvalið af ullarkápum hefur aldrei verið meira í Dutyfree Fashion og gráir, svartir og drappaðir tónar eru ríkjandi. Peysur, húfur, treflar og töskur frá vörumerkjum á borð við Boss, Burberry og Mulberry eru ómissandi og standa alltaf fyrir sínu en nú er úrvalið aukið enn frekar því tvö ný vörumerki, Joseph og Zoe Karssen eru nú fáanleg í  Dutyfree Fashion á Keflavíkurflugvelli.

 

Joseph hefur selt úrvals tískuvörur frá því á áttunda áratugnum og er merkið þekkt um allan heim fyrir flottan vinnuklæðnað og grunnfatnað sem er ómissandi í fataskápinn. Línurnar samanstanda af fatnaði úr hágæða krepefni, dúnmjúkri kasmírull og þægilegri bómull og eru flíkurnar hannaðar þannig að auðvelt er að raða þeim saman. Ef þú ert í leit að afslöppuðum en fáguðum stíl þá er Joseph rétta merkið.

Zoe Karssen er á allt öðrum nótum og breikkar enn frekar vöruframboðið hjá Dutyfree Fashion.  Zoe er þekkt fyrir svokallaðan ,,Rock & Roll“ stíl með skemmtilegri grafík.  Zoe Karssen nýtur mikilla vinsælda hjá þeim sem vilja þægilegan fatnað sem vekur athygli fyrir að vera öðruvísi og eru konur á borð við Beyoncé og Kate Moss miklir aðdáendur merkisins.

 

Smelltu á ZOE eða JOSEPH til að skoða úrvalið inná dutyfree.is

ZOE

JOSEPH