Störf í boði

 
Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia ohf. og annast fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtæki í flugstöðinni með um 210 starfsmenn.

Stærstu vöruflokkar í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur, sælgæti og leikföng.

Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum.

 

Almenn umsókn Fríhöfn

Meðferð umsókna

 

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði frá því að þær berast og biðjum við þig um að tilkynna ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

 

 

Sumarstarf á skrifstofu Fríhafnarinnar

Um er að ræða sumarstarf á skrifstofu Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstakling sem hefur góða samskiptahæfileika, á auðvelt með að nálgast fólk, hefur lipra og þægilega framkomu, er sveigjanlegur og getur unnið undir álagi.

Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

 

Starfið fellst í símsvörun, móttöku viðskiptavina, skráningu reikninga, tollskýrslugerð auk almennra skrifstofustarfa. Vinnutími er frá kl. 8 – 16 virka daga.

 

Hæfniskröfur

 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
 • Góð tölvukunnátta og þekking á Navision er kostur
 • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

 

Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað fram yfir miðjan ágúst.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Guðjónsson, mannauðstjóri Fríhafnarinnar, í netfangi hallur.gudjonsson@dutyfree.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2019.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 

Sumarstörf í verslunum Fríhafnarinnar

Ein vinsælasta verslun í flugstöðinni óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar 2019.

 

Um er að ræða sumarstörf í verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

 

Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun. Unnið er í vaktavinnu.

 

Hæfniskröfur

 • Söluhæfileikar og rík þjónustulund
 • Reynsla af verslunarstörfum er kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

 

Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað fram yfir miðjan ágúst.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Guðjónsson, mannauðstjóri Fríhafnarinnar, í netfangi hallur.gudjonsson@dutyfree.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2019

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

Sumarstörf á lager Fríhafnarinnar

Um er að ræða sumarstörf á lager Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

 

Starfið felst í almennum lagerstörfum. Unnið er í vaktavinnu.

 

Hæfniskröfur

 • Meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð tölvukunnátta
 • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

 

Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað fram yfir miðjan ágúst.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Guðjónsson, mannauðstjóri Fríhafnarinnar, í netfangi hallur.gudjonsson@dutyfree.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2019.

 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.

 

 

 
 

Meðferð starfsumsókna hjá Fríhöfninni

 

Allar umsóknir um störf hjá Fríhöfninni skulu fara í gegnum ráðningarvef fyrirtækisins.

Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.

Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.

Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

 

Kæri umsækjandi!

 

Ef þið lendið í vandamálum með að sækja um starf hjá Fríhöfninni þá getið þið sent póst á radningar@dutyfree.is og við munum reyna að leysa fljótt úr málunum.