FORSETI SESSION IPA 4,6% 6X33CL

Forseti Session IPA 4,6% 6x33cl

1.599 ISK

Forseti er ósíað, session IPA öl, ávaxtaríkt með humlaðan grunn og þó nokkurri beiskju. Í lyktinni má finna ávexti, appelsínu og krydd.

Einkenni IPA bjóra eða Indian Pale Ale bjóra eru miklir humlar og töluverð beiskja. Pale Ale var kallað Indian Pale Ale þegar bretar fluttu ölið til hermanna sinna í Indlandi á 19. öld. Þá bættu þeir við humlamagnið því humlarnir héldu bjórnum ferskari á leiðinni og hermennirnir kunnu vel að meta hið humlaða bragð. Einnig eru IPA bjórar frekar í sterkari kantinum en hér er um session útgáfu að ræða. Session stendur fyrir minna áfengismagn en vanalega svo Forseti hentar vel fyrir öldrykkju yfir sumartímann.

Parast með: Hentar með bragðmiklum mat, söltuðum mat, sultuðum lauk, snakki og ostum.

Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, hafrar, humlar og ger

SKRIFA ÁLIT