11.000 ISK

Vara komin í pokann þinn

Stjórnarmenn

Valdimar Halldórsson

Stjórnarformaður

Valdimar Halldórsson, fæddur 1973. Stjórnarmaður frá 2018, BA í hagfræði og MSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Frá árinu 2018 hefur Valdimar verið framkvæmdastjóri og einn eigenda Norðursiglingar hf á Húsavík. Hann var framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík 2016-2018. Hann var ráðgjafi hjá H.F. Verðbréf 2013-2016, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012-2013, sérfræðingur hjá Marko Partners 2011-2012, sérfræðingur hjá IFS Greiningu 2008-11, sérfræðingur í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka 2004-2008 og hjá Þjóðhagsstofnun/Hagstofu Íslands, þjóðhagsreikningum 2000-2004.

Valdimar er stjórnarmaður í Stapa lífeyrissjóði, í Sjóböðunum á Húsavík ehf (Geosea), hjá Willa Franz ehf, varamaður í stjórn hjá Ístex hf í Mosfellsbæ og stjórnarmaður í nokkrum dótturfélögum sem tengjast Norðursiglingu hf. Valdimar situr í endurskoðunarnefnd Isavia.

Valdimar var kosinn í stjórn Fríhafnarinnar á aðalfundi 2020 og stjórnarformaður á aðalfundi 2021.

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir

Stjórnarmaður

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, fædd 1978, stjórnarmaður frá 2018, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Frá árinu 2015 hefur Nanna verið fjárfestingastjóri Hafbliks fjárfestingafélags. Hún var ráðgjafi erlendra verslanakeðja 2013-2014 vegna starfsemi hér á landi, eigandi Náttúrulækningabúðarinnar og tengdra félaga í verslun og heildsölu 2008-2013 og starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1998-2008, m.a. í fjárstýringadeild og sem sölustjóri í sjó- og flugfraktdeild.

Nanna situr m.a. í stjórnum Ilta Investments, Ilta PE og Náttúrulækningabúðarinnar.

Nanna var kosin í stjórn Fríhafnarinnar á aðalfundi 2020.

Sveinbjörn Indriðason

Stjórnarmaður

Sveinbjörn Indriðason er hagfræðingur frá Háskóla Íslands 1998.

Hann starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og vann við áhættustýringu hjá Icelandair frá 1999 til 2005. Sveinbjörn var framkvæmdastjóri fjármálasviðs FL Group frá 2005 til 2008 og rekstrar- og fjármálastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Clara frá árinu 2011. Sveinbjörn var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia frá árinu 2013 þar til í júní 2019 þegar hann var ráðinn forstjóri Isavia.

Sveinbjörn hefur setið í stjórn Fríhafnarinnar frá 2022.