11.000 ISK

Vara komin í pokann þinn

Stjórnarmenn

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Stjórnarformaður

Ragnheiður Elín Árnadóttir, stjórnarformaður er fædd 1967, stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands 1991, MSFS gráða í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Washington D.C. 1994.

Ragnheiður sat í stjórn Landsvirkjunar 2017-2018, er Senior Fellow við bandarísku hugveituna Atlantic Council og sinnir ýmsum ráðgjafastörfum. Ragnheiður sat á Alþingi frá 2007-2016 og var iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 2013-2017. Áður starfaði Ragnheiður sem aðstoðarmaður forsætisráðherra (2006-2007), aðstoðarmaður utanríkisráðherra (2005-2006) og aðstoðarmaður fjármálaráðherra (1998-2005). Ragnheiður starfaði hjá Útflutningsráði Íslands frá 1995-1998, sem viðskiptafulltrúi í New York og verkefnisstjóri í Reykjavík. Hún var framkvæmdastjóri Íslensk ameríska verslunarráðsins (1996-1997).

Ragnheiður Elín var kosin í stjórn Fríhafnarinnar á aðalfundi 2018.

Ásbjörn Björgvinsson

Stjórnarmaður

Ásbjörn Björgvinsson er fæddur 1957 á Flateyri við Önundarfjörð

Ásbjörn er rafvirki að mennt en hefur starfað við ferðaþjónustu meira og minna undanfarin 30 ár.

Hann stofnaði og stýrði uppbyggingu Hvalasafnsins á Húsavík, LAVA, Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands á Hvolsvelli og var stjórnarformaður og síðar framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands um 10 ára skeið. Ásbjörn var kjörinn bæjarfulltrúi í Norðurþingi árið 2006.

Hann hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ferðaþjónustuna og situr í Ferðamálaráði ásamt því að hafa unnið sem leiðsögumaður og vera sjálfstæður ráðgjafi í ferðamálum um árabil.

Ásbjörn var kosinn í stjórn Fríhafnarinnar á aðalfundi 2019.

Elín Árnadóttir

Stjórnarmaður

Elín Árnadóttir f. 1971, er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1996. Elín vann hjá Íslandsbanka_FBA sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði á árunum 2000 til 2001 og sem sérfræðingur í hagdeild Gelmer Iceland Seafood í Frakklandi frá 1998 til 1999. Elín hefur frá árinu 2001 starfað sem forstjóri og fjármálastjóri hjá forverum Isavia og tengdum félögum. Hún hefur gengt stöðu aðstoðarforstjóra Isavia frá árinu 2010.

Elín var kosin í stjórn Fríhafnarinnar á aðalfundi 2020.

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir

Stjórnarmaður

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, fædd 1978, stjórnarmaður frá 2018, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Frá árinu 2015 hefur Nanna verið fjárfestingastjóri Hafbliks fjárfestingafélags. Hún var ráðgjafi erlendra verslanakeðja 2013-2014 vegna starfsemi hér á landi, eigandi Náttúrulækningabúðarinnar og tengdra félaga í verslun og heildsölu 2008-2013 og starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1998-2008, m.a. í fjárstýringadeild og sem sölustjóri í sjó- og flugfraktdeild.

Nanna situr m.a. í stjórnum Ilta Investments, Ilta PE og Náttúrulækningabúðarinnar.

Nanna var kosin í stjórn Fríhafnarinnar á aðalfundi 2020.

Valdimar Halldórsson

Stjórnarmaður

Valdimar Halldórsson, fæddur 1973. Stjórnarmaður frá 2018, BA í hagfræði og MSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Frá árinu 2018 hefur Valdimar verið framkvæmdastjóri og einn eigenda Norðursiglingar hf á Húsavík. Hann var framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík 2016-2018. Hann var ráðgjafi hjá H.F. Verðbréf 2013-2016, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012-2013, sérfræðingur hjá Marko Partners 2011-2012, sérfræðingur hjá IFS Greiningu 2008-11, sérfræðingur í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka 2004-2008 og hjá Þjóðhagsstofnun/Hagstofu Íslands, þjóðhagsreikningum 2000-2004.

Valdimar er stjórnarmaður í Stapa lífeyrissjóði, í Sjóböðunum á Húsavík ehf (Geosea), hjá Willa Franz ehf, varamaður í stjórn hjá Ístex hf í Mosfellsbæ og stjórnarmaður í nokkrum dótturfélögum sem tengjast Norðursiglingu hf. Valdimar situr í endurskoðunarnefnd Isavia.

Valdimar var kosinn kosin í stjórn Fríhafnarinnar á aðalfundi 2020.