11.000 ISK

Vara komin í pokann þinn

Störf í boði

Störf í boði

VILTU UPPLIFA STEMNINGUNA Í FRÍHÖFNINNI?

Í vetur bjóðum við þeim sem hafa áhuga á að starfa í fríhöfninni að koma til okkar í hlutastörf um helgar eða virka daga t.d. meðfram námi.

Við leitum að góðum liðsfélaga með jákvæðnina í fyrirrúmi. Við veitum framúrskarandi þjónustu og erum sveigjanleg þegar á reynir. Til að vera hluti af okkar teymi þarftu að hafa gott vald á íslensku og ensku, ásamt því að geta unnið undir álagi.

Ef þú heldur að þú smellpassir inn í hópinn okkar og ert 18 ára eða eldri, ekki hika við að sækja um.

Helstu verkefni eru afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini ásamt áfyllingum í verslunum.

Við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi, góða þjálfun og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Fríhöfninni. Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Guðjónsson, mannauðstjóri Fríhafnarinnar.

Umsækjendur eru hvattir til að skila inn umsóknum sem fyrst þar sem unnið verður úr þeim jafnóðum og þær berast

Sækja um

VILTU UPPLIFA STEMNINGUNA Í FRÍHÖFNINNI?

Nú er tækifærið! Við erum að ráða í framtíðarstörf.

Við leitum að góðum liðsfélaga með jákvæðnina í fyrirrúmi. Við veitum framúrskarandi þjónustu og erum sveigjanleg þegar á reynir. Til að vera hluti af okkar teymi þarftu að hafa gott vald á íslensku og ensku, ásamt því að geta unnið undir álagi.

Ef þú heldur að þú smellpassir inn í hópinn okkar og ert 18 ára eða eldri, ekki hika við að sækja um! Unnið er í vaktavinnu.

Helstu verkefni eru afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini ásamt áfyllingum í verslunum.

Við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi, góða þjálfun og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Fríhöfninni. Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Guðjónsson, mannauðstjóri Fríhafnarinnar.

Umsækjendur eru hvattir til að skila inn umsóknum sem fyrst þar sem unnið verður úr þeim jafnóðum og þær berast

 

Sækja um

Meðferð umsókna

 

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði frá því að þær berast og biðjum við þig um að tilkynna ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

 

Sækja um

Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia ohf. og annast fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtæki í flugstöðinni með um 210 starfsmenn.

Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum.

Meðferð starfsumsókna hjá Fríhöfninni

Allar umsóknir um störf hjá Fríhöfninni skulu fara í gegnum ráðningarvef fyrirtækisins.

Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.

Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.

Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

Kæri umsækjandi!

Ef þið lendið í vandamálum með að sækja um starf hjá Fríhöfninni þá getið þið sent póst á radningar@dutyfree.is og við munum reyna að leysa fljótt úr málunum.