Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia ohf. og annast fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtæki í flugstöðinni með um 210 starfsmenn.
Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum.
Allar umsóknir um störf hjá Fríhöfninni skulu fara í gegnum ráðningarvef fyrirtækisins.
Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.
Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.
Ef þið lendið í vandamálum með að sækja um starf hjá Fríhöfninni þá getið þið sent póst á radningar@dutyfree.is og við munum reyna að leysa fljótt úr málunum.