11.000 ISK

Vara komin í pokann þinn

Störf í boði

Fríhöfnin leggur lykiláherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini og eiganda með því að hafa réttar vörur á réttum stað og stuðla að góðri upplifun fyrir farþega Keflavíkurflugvallar. Starfsfólk Fríhafnarinnar er einn af lykilþáttum í góðu gengi félagsins og við leggjum okkur því fram við að skapa eftirsóknarverðan vinnustað með sterka innviði.

Við erum alltaf að leita af jákvæðu og þjónustuglöðum einstaklingum til að taka þátt í stemningunni með okkur. Ef þú ert 19 ára eða eldri þá viljum við heyra frá þér!

Störf í boði

Við hjá Fríhöfninni erum reglulega að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að sinna þjónustu við farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll.

Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia Ohf., og annast rekstur verslana á Keflavíkurflugvelli. Félagið er stærsta verslunarfyrirtæki í flugstöðinni en hjá fyrirtækinu starfa vel yfir 100 einstaklingar í fjölbreyttum störfum.  

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli.


Almenn umsókn um starf hjá Fríhöfninni kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

 

Umsóknir um störf hjá Fríhöfninni fara í gegnum ráðningarkerfi Isavia og dótturfélaga. Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt. 

Sækja um

Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia ohf. og annast fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtæki í flugstöðinni með um 210 starfsmenn.

Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum.

Meðferð starfsumsókna hjá Fríhöfninni

Allar umsóknir um störf hjá Fríhöfninni skulu fara í gegnum ráðningarvef fyrirtækisins.

Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.

Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.

Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

Kæri umsækjandi!

Ef þið lendið í vandamálum með að sækja um starf hjá Fríhöfninni þá getið þið sent póst á radningar@dutyfree.is og við munum reyna að leysa fljótt úr málunum.