11.000 ISK

Vara komin í pokann þinn

PreCold

PreCold Mouth Spray

2.999 kr.

PreCold® er munnúði sem notaður er gegn kvefi, til að draga úr einkennum kvefs og til að stytta tíma kvefeinkenna. PreCold® er úðað í munnhol og kok þar sem kvefveiran tekur sér bólfestu og fjölgar sér. PreCold® myndar verndandi filmu á slímhúðinni í kokinu. Filman sem inniheldur virk náttúruleg sjávarensím dregur úr getu veiranna til að bindast við slímhúðina í kokinu og getur þannig fyrirbyggt kvef.

PreCold® er fyrir alla fjölskylduna

PreCold® hefur staðbundin áhrif á yfirborði slímhúðarinnar í kokinu og stendur verkunin yfir í skamman tíma. Því hentar PreCold® jafnt börnum frá fjögurra ára aldri, fullorðnum og öldruðum. Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðir á notkun PreCold® á meðan á þungun eða brjóstagjöf stendur svo ávallt skal ráðfæra sig við lækni fyrir notkun ef svo ber undir.

Hvernig á að nota PreCold®?

Beinið stútnum að kokinu og úðið tvisvar.

Við kvefeinkennum

Notið PreCold® á 2-3 tíma fresti, u.þ.b. sex sinnum á dag þar til einkenni hverfa

Fyrirbyggjandi notkun

Hægt er að nota PreCold® fyrirbyggjandi ef aukin hætta er á kvefsmiti, t.d. ef þú ert innan um fólk með kvef eða t.d. í flugi. Ef nota á PreCold® fyrirbyggjandi er úðinn notaður þrisvar sinnum á dag, 2 úðar í senn.

Vara fáanleg í

Komuverslun Brottfararverslun