Karfa
Afslættir
Samtals

Við erum að sækja körfuna þína...

Innkaupastefna

Innkaupastefna fríhafnarinnar tekur mið af eftirfarandi meginþáttum:

 1. Fríhöfnin mun meta og velja birgja sína út frá getu þeirra til að útvega vörur í samræmi við kröfur fyrirtækisins og viðskiptavina þess. Innkaup skulu ákvörðuð með langtímasjónarmið, samkeppni við aðrar fríhafnarverslanir og væntingar viðskiptavina að leiðarljósi.
   
 2. Fríhöfnin leitast við, líkt og aðrar fríhafnir og ferðaverslanir, að bjóða upp á, eins og kostur er, vörur sem framleiddar eru sérstaklega fyrir fríhafnarverslanir.
   
 3. Innkaupum skal hagað með eins hagkvæmum hætti og kostur er á gagnsæjan og hlutlægan hátt. Leitað er eftir öruggum innkaupum, hagstæðu innkaupsverði, hagkvæmum flutningum og markvissu birgðahaldi.
   
 4. Innkaup skulu vera hagkvæm, markviss, ábyrg og sanngjörn og ákvarðanir um þau skulu standast sérstaka rýni innan félagsins.
   
 5. Horft skal til samkeppnissjónarmiða við innkaup og viðskipti þannig að stuðlað sé virkri samkeppni. Leitast skal við að ná fram sem lægstu verði við innkaup þannig að samkeppni verði virk meðal birgja enda keppi Fríhöfnin við aðrar áþekkar verslanir á nærliggjandi flugvöllum sem og í loftförum er selja tollfrjálsa vöru.
   
 6. Þeir sem annast innkaup á vegum Fríhafnarinnar er í störfum sínum óheimilt að mismuna birgjum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, s.s. persónulegra tengsla, kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, eða samfélagslegrar stöðu.
   
 7. Óheimilt er að þiggja gjafir frá birgjum eða öðrum ef almennt má líta á það sem endurgjald fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.
   
 8. Þeir sem annast innkaup fyrir félagið skulu hafa heiðarleika að leiðarljósi og ætíð gæta í einu og öllu hagsmuna Fríhafnarinnar.
   
 9. Fríhöfnin skal gæta trúnaðar í samskiptum við birgja og aðra viðskiptamenn og skal ekki veita samkeppnisaðilum aðgang að upplýsingum, aðferðum og ákvörðunum sem eðli máls skulu leynt fara eða varðar einkahagsmuni þeirra.
   
 10. Þeir sem annast innkaup fyrir félagið skulu fylgjast með þeim straumum og stefnum sem eru uppi hverju sinni í einstökum vöruflokkum. Þeir skulu jafnframt afla sér þekkingar eins og kostur er á þeim vörum sem þeir hafa umsjón með.

Innkaupastefna Fríhafnarinnar er endurskoðuð reglulega.