Karfa
Afslættir
Samtals

Við erum að sækja körfuna þína...

Framkvæmdastjórn

Þorgerður Þráinsdóttir
Þorgerður Þráinsdóttir
Framkvæmdastjóri

Þorgerður tók við starfi framkvæmdarstjóra í nóvember 2014. Þorgerður kom til Fríhafnarinnar frá Lyfju hf. þar sem hún sat í framkvæmdarstjórn frá 2003-2014, fyrst sem starfsmannastjóri og síðar sem forstöðumaður verslana- og markaðssviðs. Áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá IBM Business Consulting Services í mannauðsmálum og rannsóknum. Þorgerður útskrifaðist með BA og Cand. Psych gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt lokið PMD stjórnendanámi frá Opna Háskólanum.

Arnþór Gíslason
Arnþór Gíslason
Rekstrarstjóri verslunarsviðs

Arnþór tók við starfi rekstrarstjóra í september 2021. Arnþór kom til Fríhafnarinnar frá Ellingsen þar sem hann starfaði sem rekstrarstjóri fyrirtækisins. Áður starfaði Arnþór sem sölufulltrúi í innflutningsdeild Samskipa og hjá Netgíró. Arnþór er með B.A. próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.B.A. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Árni Hinrik Hjartarson
Árni Hinrik Hjartarson
Fjármálastjóri

Árni Hinrik tók við starfi fjármálastjóra í janúar 2016. Árni Hinrik kom til Fríhafnarinnar frá Festu lífeyrissjóði þar sem hann starfaði sem fjármálastjóri á árunum 2013-2016. Áður starfaði hann m.a. sem fjármálastjóri Reykjanesbæjar í 4 ár og hjá Glitni banka, og síðar Íslandsbanka, frá 2007-2013. Árni Hinrik er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

Hallur Guðjónsson
Hallur Guðjónsson
Mannauðsstjóri

Hallur tók við starfi mannauðsstjóra í október 2016. Hallur kom til Fríhafnarinnar frá Lyfju hf. þar sem hann starfaði fyrst sem sérfræðingur í mannauðsmálum og síðar sem starfsmannastjóri. Hann sat í framkvæmdarstjórn Lyfju hf. frá 2007-2015. Áður starfaði Hallur sem sérfræðingur í kjaramálum hjá VR í 10 ár. Hallur er með Cand. Psych gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Ársóum, bæði sem vinnu- og skipulagssálfræðingur og klínískur sálfræðingur.

Hanna Sigríður Tryggvadóttir
Hanna Sigríður Tryggvadóttir
Sviðsstjóri upplifunar-, þjónustu- og markaðsmála

Hanna tók við starfi sviðsstjóra í september 2021. Hanna kom frá The Estée Lauder Companies í New York þar sem hún starfaði sem tæknilegur verkefnisstjóri með áherslu á gagnagreiningu. Áður starfaði hún m.a. sem sérfræðingur í vexti sprotafyrirtækisins ADAY í New York og sérfræðingur í eignastýringu hjá Landsvirkjun. Hanna er með B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Columbia University í New York.